Volcano ATV samanstendur af ástríðufullum heimamönnum Vestmannaeyja sem lifa fyrir þessa eyju. Við erum ákaflega stolt og full tilhlökkunar að kynna þér allt sem þessi ferð hefur uppá að bjóða, ævintýrlega upplifun, stórkostlegt útsýni og söguna um eldgosið og eyjuna sjálfa. Við erum með öll tilskilin leyfi ásamt íslensku og enskumælandi leiðsögumönnum sem eru fædd og uppalin á eyjunni. Við erum viss um að þessi fjórhjólaferð í Vestmannaeyjum muni vera þér bæði skemmtileg og eftirminnileg.