Eldfjalla & Lundaferð
Eldfjöll og lundi, frægasta tvíeyki Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar eru ekki bara þekkt fyrir eldgosið 1973 því þar er einnig að finna stærstu lundabyggð í heimi.
Hoppaðu á fjórhjól með okkur og skoðaðu það sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Við byrjum túrinn á því að bruna suður eftir eyjunni þar sem við munum m.a kíkja á sérstakt kennileiti, fílinn eða “elephant rock”. Þaðan munum við svo keyra í átt að Stórhöfða þar sem smáeyjaklasi Vestmannaeyja blasir við í öllu sínu veldi. Þegar vel viðrar og Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta sést m.a alla leið til Surtseyjar en Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávargosi 14.nóvember 1963.
Við munum nema staðar á Stórhöfða þar sem útsýnið til allra átta er stórfenglegt þrátt fyrir að veðrið geti leikið mann grátt enda sá staður á landinu sem er hvað vindasamastur. Við munum taka röltið á afvikinn stað og gefa okkur góðan tíma til að fylgjast með krúnudjásni Vestmannaeyja, lundanum, spóka sig um í brekkunni,taka sig á loft og koma inn til lendingar um leið og leiðsögumenn segja frá áhugaverðum staðreyndum um lundana og nærumhverfi þeirra.
Næst brunum við frá Stórhöfða og inn á hraunsvæðið þar sem við tekur “off-road” hluti ferðarinnar.
Í þessum hluta ferðarinnar verður m.a farið á strandstað Pelagus slyssins og farið á staðinn á nýjahrauni þar sem Guðlaugur Friðþórsson náði landi eftir 5-6 km sund í svarta myrkri og köldum sjó eftir að Hellisey VE 503 fórst eins og fram kemur í kvikmyndinni Djúpið. Einnig verður farið um nýjahraunið og inn í miðjan gíg Eldfells og meðfram ströndinni þar sem útsýnið er vægast sagt ótrúlegt.
Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna um söguslóðir Vestmannaeyja á skemmtilegum fjórhjólum. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskirteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri.
Þessi ferð er undir stjórn leiðsögumanns þar sem gestum stendur til boða að fá vatnsheldan galla, hanska og hjálm.
Upplýsingar um ferðina
Lengd ferðar
Ferðin tekur c.a 1 klukkustund og 45 mín
Mæting
Mæting er 30 mín fyrir brottför
Brottför
Alla daga klukkan 13:00 eða eftir samkomulagi
Tímabil
20.Maí – 15.Sept
Kröfur
Ökuskirteini, Lágmarksaldur farþega er 6 ára.
Erfiðleikastig
Létt, fyrir alla fjölskylduna
Inniheldur
Hjálm, vatnsheldan galla og hanska.
Leiðsögumann
Það sem þú þarft að koma með
Góða skó og góða skapið
Verð
19.900 kr á mann ef 2 saman á hjóli
24.900 kr ef 1 á hjóli
9.900 kr fyrir börn (6 – 16 ára)
Bókanir
Athugið ef þið ætlið að bóka bæði sharing og sóló þarf að bóka það í sitthvoru lagi.