Lunda og Sjóræningjaferð

Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir margt fallegt og áhugavert. Lundabyggðin í Vestmannaeyjum er stærsta lundabyggð í heiminum, og í þessari ferð munt þú sjá í návígi hversu fallegur lundinn er ásamt því að fræðast um nokkrar áhugaverðar staðreyndir um hann. Vestmannaeyjar hafa einnig ríka og áhugaverða sögu af sjóræningjum í gegnum aldirnar, og við munum heimsækja frægustu staðina þar sem sjóræningjarnir áttust við heimamenn og heyra söguna á bak við það.

Við byrjum ferðina með því að keyra í suðurátt. Fyrsti áfangastaðurinn er hinn ótrúlegi “fíll” eða “elephant rock” eins og hann er oftast kallaður, þar getur þú séð þessa stóra klettaskepnu dýfa rana sínum í hafið.

Þaðan munum við svo keyra í átt að Stórhöfða þar sem smáeyjaklasi Vestmannaeyja blasir við í öllu sínu veldi. Þegar vel viðrar og Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta sést m.a alla leið til Surtseyjar en Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávargosi 14.nóvember 1963.

Við munum nema staðar á Stórhöfða þar sem útsýnið til allra átta er stórfenglegt þrátt fyrir að veðrið geti leikið mann grátt enda sá staður á landinu sem er hvað vindasamastur. Við munum taka röltið á afvikinn stað og gefa okkur góðan tíma til að fylgjast með krúnudjásni Vestmannaeyja, lundanum, spóka sig um í brekkunni,taka sig á loft og koma inn til lendingar um leið og leiðsögumenn segja frá áhugaverðum staðreyndum um lundana og nærumhverfi þeirra.

Þegar allir hafa séð lundana vel og fræðst um allt það áhugaverða við þá, hoppum við á fjórhjólin og förum inn á slóð sjóræningjanna. Ferðin fjallar um sögu Tyrkjaránsins, sjóræningjana sem þar réðust á Vestmannaeyjar árið 1627. Leiðsögumaðurinn mun segja æsilegar sögur af árásinni, hvernig sjóræningjarnir komu og dramatísku átökin við heimamenn. Á leiðinni munt þú fræðast um aðferðir eyjaskeggja til að verja sig og fela sig fyrir sjóræningjunum.

Lokastaður sjóræningja slóðarinnar er Herjólfsbær, þar sem þú munt sjá íslenska sjóræningja, sem líkt og lundar voru landnemar í Vestmannaeyjum. Við munum sjá hvernig sjóræningjarnir litu út, hvernig þeir lifðu, og heyra spennandi sögur um þá. Þessi hluti ferðarinnar veitir áhugaverða innsýn í hvernig lífið var í Vestmannaeyjum fyrir öldum síðan.

Þetta er auðveldasta aksturs ferðin okkar, enginn torfæruakstur, aðeins akstur í fallegu umhverfi Vestmannaeyja með stoppum á nokkrum af áhugaverðustu stöðum eyjanna. Enginn torfæruakstur gerir hana aðgengilega fyrir alla fjölskylduna til að njóta stórfenglegs landslags Vestmannaeyja.

Hvaða fjölskyldumeðlimur elskar ekki lunda og sjóræningja!

Upplýsingar um ferðina

Lengd ferðar

Ferðin tekur c.a 1 klukkustund

Mæting

Mæting er 30 mín fyrir brottför

Brottför

Alla daga klukkan 11:00 eða eftir samkomulagi

Tímabil

20.Maí – 15.Sept

Kröfur

Ökuskirteini, Lágmarksaldur farþega er 6 ára.

Erfiðleikastig

Létt, fyrir alla fjölskylduna. Ekkert off-road

Inniheldur

Hjálm, vatnsheldan galla og hanska.
Leiðsögumann

Það sem þú þarft að koma með

Góða skó og góða skapið

Verð

13.900 kr á mann ef 2 saman á hjóli
17.900 kr ef 1 á hjóli
6.900 kr fyrir börn (6 – 16 ára)

Bókanir

Athugið ef þið ætlið að bóka bæði sharing og sóló þarf að bóka það í sitthvoru lagi.